Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Skásta úrræðið?
Fjölmiðlar segja aldrei nema hálfa söguna ef þeir þá ná því. Ekki skil ég neitt í því sem gerðist við Hótel Frón um helgina annað en að þetta er skelfilegur harmleikur. Hélt móðirin virkilega að þetta væri skásta úrræðið? Og er skásta lendingin að vista hana í fangelsi?
Þegar ég heyrði fréttina fyrst hugsaði ég að þrátt fyrir að fólk armæddist yfir ýmsu á Íslandi í bráð og lengd kannaðist ég þó ekki við að börn væru óvelkomin, ekki óvænt börn, ekki börn einstæðra foreldra, ekki börn barna, engin börn. Þetta kemur mér helst fyrir sjónir sem skelfilega sorglegt - en hvað veit ég um það sem fjölmiðlarnir upplýsa okkur ekki um?
Athugasemdir
Við horfum á allt frá okkar eigin reynslu. Þetta er meira ein hræðilegt atvik!!
En hvernig væri í þessu tilviki að hlusta á gerandann?
Af hverju treyst hún sér ekki til að eiga barnið?
Þetta er að veða algengara í Þýskalandi eða hefur alltaf verið.
Hvað segir mamman? Ég vil fá að vita það.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 18:34
Já, ég held að flestir séu á því að aumingja konan hafi ekki talið sig eiga skárri kosta völ. Og þá spyr maður sig: Hvað kemur ekki fram? Af hverju fer hún í fangelsi? Já, af því að þetta er glæpur skv. lagabókstafnum. En er hún ekki fórnarlamb?
Og ég óttast að svona nokkuð sé að verða algengara í nágrannalöndunum en maður hefur áttað sig á.
Berglind Steinsdóttir, 6.7.2011 kl. 21:55
Ætli það ekki, hér í Þýskalandi hafa verið setta upp "skúffur" þ.e. konur geta skilið börn eftir án þess að nokkur sjái það.
Ferlegt.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.7.2011 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.