Áhættufag

Störf í ferðaþjónustu eru orðin ansi áhættusöm. Ég er bara pínulítil í þeim heimi en er þegar búin að missa tvo hópa vegna náttúruhamfara og allt stefnir nú í að hópur sem ég átti að fara með hringinn eftir tæpan hálfan mánuð komist ekki hringinn. Hvað þá?

En ég er í alvörunni pínulítil í heimi ferðaþjónustunnar og finn bara mikið til með því fólki sem situr nú í súpunni en veitir þjónustu á ársgrundvelli og er tilbúið að leggja nótt við nýtan dag á sumrin til að allir fari sælir áfram. Það er ekki hægt að kenna neinum um, spár eru ekki nákvæmari og viðbrögð í samræmi við það.

Og gaus Katla? Það er ekki óyggjandi.

Til langs tíma litið hafa svona fréttir auglýsingagildi og eru góðar en ferðasumarið er í uppnámi og ekki bara austan Kirkjubæjarklausturs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu ég er með myndir af Ellu og Dick, eins nýlegar og hægt er að hafa þær, þ.e.a.s. frá 2003 sem ég skannaði. Get sent þér þær ef þú vilt. Ertu með tölvupóst eða eitthvað til að fá þær? Ég er með gheimisson hjá gpósti . , 

Gummi frændi (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband