Ævintýraferðamennska

Þótt ég starfi í ferðaþjónustunni fer því svo fjarri að ég eigi allt mitt undir henni og að vanda slæ ég þann varnagla að ég get ekki sett mig í annarra spor. Og kannski má væna mig um skort á stéttvísi þegar ég garga hér hljóðlega yfir vandlætingu ferðaþjónustunnar þegar Vegagerðin leggur sig alla fram um að leysa málin. Og ef það er rétt haft eftir að menn séu farnir að tala um tap upp á milljarða spyr ég hvort þeir sömu aðilar hafi líka hagnað upp á milljarða þegar vel árar. Ekki hef ég orðið vör við að ferðaþjónustan flaggi því og svo sannarlega sér þess ekki stað hjá launþegum í bransanum.

Ég óska okkur öllum þess að brúargerð gangi hratt og örugglega, að menn verði ekki strandaglópar, að ferðaþjónustunni blæði ekki út - en kommon, það þýðir ekki að garga á innanríkisráðherra og skamma hann fyrir að hafa ekki Kötlu í taumi. Kannski fæðast hér nýir möguleikar og kannski er þetta dálítið ævintýri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er stéttvísi góð eða vond?

Gummi frændi (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 16:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Kannski er hún verri en ég vildi vera láta.

Berglind Steinsdóttir, 17.7.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband