Víst!

Klassísk spurning er: Hvort er betra að þéna 200 þúsund á mánuði ef obbinn þénar 150 þúsund, eða 300 þúsund ef obbinn þénar 400 þúsund?

Svarið er augljóst.

Ef maður hins vegar spyrði stuttu útgáfunnar, hvort væri betra að þéna 200 eða 300, yrði svarið vitlaust.

Það skiptir sem sagt lág- og millitekjufólkið máli að hér er að renna upp auðmannastétt. - Víst.

Annars er mér ofar í huga akkúrat í augnablikinu að það er algjör víðáttukuldi í 101 og 107 Reykjavík (spönnin þröng hjá mér í kvöld). Ég var nefnilega að koma hjólandi úr Reykjavíkurakademíunni þar sem Sigurður Gylfi Magnússon og Stefán Pálsson fluttu stórfróðleg erindi um fræðibókaútgáfur.

Og man ég þá ekki að óvina-ríkisins-bók Guðna Th. er einmitt á náttborðinu með Tryggðarpanti Auðar Jóns ... En Draumalandið - sem Stefán sagði að menn segðu að væri fín og fróðleg og skemmtileg og allt það ... en ekki alveg fræðibók (af því að hún væri of skemmtileg) - er enn hjá tröllunum í Skerjafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband