Mánudagur, 1. ágúst 2011
Nancy Pelosi
Ég stillti aðeins á Sky og sá Nancy Pelosi flytja ræðu til að útskýra stuðning sinn við, hvað, skuldafrumvarp forseta Bandaríkjanna, fjárlagafrumvarp? Ég er ekki vel að mér um starfshætti bandaríska þingsins, veit hins vegar að Nancy er 71 árs demókrati og forseti House of Representatives (fulltrúaþingsins?) en skilst á frænda mínum sem er nýfluttur heim frá Bandaríkjunum að demókratar séu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn þótt þeir aðhyllist verulega frjálslegri hætti en repúblikanar.
Hvað um það, Nancy var svo yfirveguð og sannfærandi í málflutningi sínum að unun var á að hlýða. Af fréttum í dag heyrðist mér hins vegar Barack hafa dregið talsvert í land. Er Nancy þá sannfærðari um frumvarp Baracks en hann sjálfur?
Es. Það er munur á allígator og krókódíl (segi ég bara af því að ég veit það, ekki vegna þess að það komi þessu máli við).
Athugasemdir
Flestir demókratar. Held að Nancy sé sósjaldemókrati inn við beinið. Gubbbuna.
Gummi (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.