Ég gæti lent í úrtakinu

Mér varð það á að fletta tekjublaði DV í hádeginu og þar rak ég augun í nöfn tveggja gamalla vinkvenna með hóflegar tekjur. Tekjur mínar eru ekkert sérstakt leyndarmál þótt ég beri ekki tölurnar á torg eða birti opinberlega en mér þætti þetta óþægilegt. Þær hafa að sönnu báðar talað fyrir framan fullt af ókunnugu fólki en eru ekki beinlínis á milli tannanna þannig að ég botna ekki alveg í hvernig þær hafa ratað á listann, greyin.

Líklega taka fjölmiðlarnir nöfn héðan og þaðan og sjálfsagt veit fólk ekkert endilega af þessu. Kannski verð ég næst í blaðinu - eða þú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband