Hvað segja Samtök ferðaþjónustunnar um tékkneska glæfraaksturinn?

Það tók mig tvo daga að skynja þögnina frá forystusveit ferðaþjónustunnar vegna Tatrabus sem selur ferðir til Íslands sem ganga út á áhættuakstur. Þegar brúna yfir Múlakvísl tók í sundur vegna náttúruhamfara heyrðist grátur og gnístran tanna en þegar um er að ræða fyrirtæki sem hægt hefði verið að koma böndum á heyri ég ekki múkk.

SAF vita kannski upp á sig sökina.

Leiðsögumenn hafa barist fyrir löggildingu starfsheitis síns, m.a. til að koma í veg fyrir að óvant og kærulaust fólk fari með hópa um landið. Og það er ekki nóg að vera Íslendingur til að geta gert þetta skammlaust, maður þarf að vera vanur og öruggur í alla staði. Aldrei færi ég á íslensk fjöll nema með bílstjóra sem ég treysti og vissi að kynni til verka.

Hvað gerist núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband