Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Fríkirkjuvegur 11
Ég verð að viðurkenna að ég er mjög dús við að Novator Björgólfs muni kaupa Fríkirkjuveg 11. Húsið er byggt sem íbúðarhús og ég trúi að það hafi ekki hentað vel sem skrifstofubygging. Að því sögðu verð ég náttúrlega að viðurkenna að aldrei hef ég unnið þar.
Björgólfur er einhvern veginn viðkunnanlegur - og svo ætlar hann að gera húsið að safni. Mér finnst það reyndar svolítið grunsamlegt, en sjálfsagt hangir ekkert á spýtunni.
Ég geng þarna framhjá daglega og ætla að gefa húsinu góðan gaum framvegis og sjá hvort það verður ekki bara enn reisulegra þegar fram líða stundir. Ég treysti því að staðið hafi verið við stóru orðin um að selja ekki stóran hluta lóðarinnar með, garðurinn verður enn í minni eigu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.