Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Sanngjarnar kröfur + almenningsálitið
Ekkert veit ég um viðræður leikskólakennara og sveitarfélaga annað en það sem hefur verið í fjölmiðlum. Úr þeim fréttum les ég að kröfurnar hafi verið sanngjarnar. Reyndar virka þær hóflegar á mig, enda hefur almenningsálitið eiginlega verið alfarið með þeim sem gæta barnanna og mennta þau.
Og ég get ekki varist þeirri tilhugsun að Halli [hvernig er hægt að kalla hann Harald Frey?] hafi átt gríðarlega mikið í þessum samningi sem var undirritaður í gær og við vitum reyndar ekki enn alveg hvernig er. Hann var reyndar með góðan málstað en hann var líka svo einlægur í svörum og ég féll alveg fyrir öllum bolunum sem hann mætti í í stað þess að stríla sig upp í jakkaföt.
Ég trúi að við megum öll vel við una.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.