Fimmtudagur, 8. febrúar 2007
Breiðavíkurmálið
Maður þarf ekki að fjölyrða um sorgina yfir því sem þolendur upplifðu í Breiðavík. Það sem mér finnst eftirtakanlegast eftir að hafa séð viðtölin í Kastljósinu (og ég tek ofan fyrir Kastljósinu sem ég var eiginlega búin að afskrifa eftir að það lengdist) er hvað þeir eru upp til hópa vel máli farnir. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi, a.m.k. sumir, sagt frá upplifun sinni áður, orðað hugsanir sínar og líðan, en þeir eru fyrir allra augum og suðandi myndavéla - og þeir eru svo skýrir í hugsun og tali.
Ég man reyndar að ég hugsaði líka þegar ég sá myndina um Lalla Johns um árið hvað utangarðsmennir voru skáldlegri og heimspekilegri en ég reiknaði með. Ég held að þetta sé ekki um fordóma mína, heldur merki um greind þeirra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.