Skrilljarðafjárfestingar í ferðaþjónustu

Einhver Kínverji hefur keypt köldustu jörð Íslands fyrir skrilljónir og ætlar að eyða meiri trilljörðum í að byggja upp ferðaþjónustu. Vei. Ekki ætla ég að hafa á móti því að útlendingar festi hér fé eða sjái möguleika þar sem innlendingar sjá þá ekki eða hafa ekki efni á að leggja andvirði skóla í áhættufjárfestingu.

Ég get bara ekki að því gert að ég trúi ekki að þessi fjárfestir ætli ekki að hafa eitthvað út úr þessu. Og hvernig fer hann að því?

Ég streða við að hugsa út fyrir rammann en þegar Ingólfur Bjarni er búinn að segja mér tvisvar eða þrisvar í fréttatímunum að um sé að ræði tugi milljarða fæ ég bara störu út í bláinn.

Lúxushótel? Og ætla lúxusgestirnir að láta fljúga með sig á þyrlum eða hossast eftir þvottabrettunum?

Ég hef starfað í ferðaþjónustunni í bráðum 10 ár, meira en 20 ár ef næturvarsla á hóteli er talin með, og sé mikla þörf fyrir grunnþjónustu, s.s. vegi, merkingar, klósett, opin hótel í maí og október, álfa og gott veður. Og nú býðst bráðum lúxushótel handan við alla grunnþjónustu.

Ég bíð spennt eftir tækifæri til að skipta um skoðun, alveg galopin fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband