Kurt Wallander þambar kaffi

Þær ávirðingar sem bornar hafa verið á Guðrúnu frá Lundi fyrir að láta sögupersónur sínar bergja á kaffi endrum og eins - sumir segja öllum stundum - hafa þvælst fyrir mér síðan ég byrjaði á Dalalífi og einkum eftir að ég lauk því. Nú er ég að lesa bók eftir Henning Mankell og ég held að ég ýki ekki þegar ég segi að a.m.k. á 10 blaðsíðna fresti fái sér einhver kaffi, og oft eru miklar vangaveltur um kaffidrykkjuna, hvort kaffið sé kalt, staðið, nýlagað, á brúsa, í bolla eða annað.

Höfundar skrifa ekki um klósettferðir persóna sinna en kaffidrykkja er svo mennsk að hún býr til umgjörð í löngum sögum, hjálpar fólki að spjalla, brýtur ís og drífur áfram sögur. Og hananú, ég held að ég verði bara að kvarta yfir myndunum eftir sögum Hennings þar sem fólki er sjaldan boðið kaffi ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband