Föstudagur, 2. september 2011
Gleði og sorgir leiðsögumanns
Eðli leiðsögumannsstarfsins er að vinna hjá hinum og þessum, búa við óvissu og vera ekki í föstu starfi. Fæstir leiðsögumenn sem ég þekki vinna við það eitt allt árið og enn færri sem ég þekki eru hjá sama vinnuveitanda alla starfsdagana. Þess vegna er maður alltaf að núllstilla, alltaf að heyja pínulitla launabaráttu, alltaf að sanna sig, alltaf að biðja um að kjarasamningar verði virtir.
Og nú er ég (orðin) svo sjóuð að ég stend mig vel (já, oft sem leiðsögumaður, hehe) í að setja fram skýrar kröfur. Mér leiðist nefnilega þegar fólk er óánægt með kjör eða aðbúnað og segir það bara ofan í kaffibollann sinn eða vasann á næsta manni. Maður verður að láta þann vita sem getur breytt því.
Og það er einmitt það sem ég gerði í fyrradag, sendi launagreiðanda rökstudda fyrirframkröfu af því að ég hef reynslu af því að sjálfsagðir hlutir koma ekki af sjálfu sér. Og ferðaskrifstofan stóð sig. Og nú hlakka ég til að fara í næsta Gullhring.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.