... kann ekki gott að meta ...

Noam Chomsky er frægur málvísindamaður og hefur sett heim margra á feiknarlega hreyfingu. Ég er í markhópnum hans en hef verið svo óheppin að heillast ekki. Og nú skil ég ekki að þegar fólk fer út af fyrirlestrinum hleypur það að tölvunum sínum, launað eða ekki, og dásamar hann ÁN ÞESS AÐ SEGJA MEÐ AUKATEKNU ORÐI HVAÐ VERÐSKULDAR ÞESSA HRIFNINGU.

Ég bið ekki fólk á Facebook að tíunda öll herlegheitin en væri ekki alveg eðlilegt að segja frá einu eða tvennu sem var alveg sérdeilis heillandi, þessu alnýjasta sem svipti fótunum undan þeim sem lýsir yfir hrifningunni? Ju, ég vissi ekki að einræðisherrar yrðu ríkjandi í arabaheiminum heillengi enn. Eða: Ég hélt að VSO-orðaröðin héldi lengur velli. Eða: Hann borðar spergilkál fimm sinnum í viku. - Augljóslega er ég uppiskroppa með hugmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband