Mánudagur, 12. september 2011
Verðmiðalaust skilningsleysi
Arion segist hafa hagnast um 10,2 milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn er samt ekki vegna reglulegrar starfsemi. Heldur hvers? Arion segist hafa gert vel við fjölskyldur, sennilega betur en aðrir bankar. Samt kvarta þær. Hvers vegna? Bankastjórinn er spurður hvort komist hafi til tals að lækka launakostnað hæstlaunuðu stjórnendanna og hann segir nei, að hann hafi verið ráðinn inn fyrir rúmu ári á þessum kjörum, samkeppnishæfum launum en ekki leiðandi, og þau hafi ekki hækkað. Ertu ekki að kidda mig?
Það sem ég skil er að ef starfsemin breytist, verkefni klárast og önnur koma ekki í staðinn er orðið of margt starfsfólk og þá þarf að segja upp umframfólkinu eða láta það velta út með starfsmannaveltunni. Það skil ég en ég er ekki sannfærð um að það liggi þannig í því. Fólkið sem fékk uppsagnarbréf langar áreiðanlega ekki til að vera tölfræði en kemur til greina að þetta séu einhvers konar 2007-uppsagnir?
Þetta skilningsleysi mitt kostar ekki neitt og er bara alveg ókeypis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.