Fimmtudagur, 22. september 2011
Mugison rokkar
Ekki aðeins einkennir Mugison og félaga mikil spilagleði og frjór söngur, heldur rokkaði bandið á eins konar útgáfutónleikum í kvöld í skemmu við Köllunarklettsveg. Mér var boðið og ég hélt að hann myndi spila á kassagítarinn og svona - en þetta var ekki fyrir hjartveika. Sem ég er hvort eð er ekki og enginn sem ég sá á svæðinu.
Þeir eru fjórir nema þegar kemur Rúna inn í ballöðurnar og mér fannst þetta allt alveg frábærlega gaman. Þeir spiluðu nokkur ný lög en þau eru ekki svo frábrugðin að maður viti ekkert úr hvaða átt þau koma. En hvað heitir þessi diskur sem á að koma út á morgun? H-eitthvað.
Athugasemdir
og við hittumst sum sé ekki á þessum flottu tónleikum - né töluðum um þá á föstudaginn!!! hvernig má það vera?
sólveig ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 12:42
Ja, það er með öllu óskiljanlegt, mig rekur í rogastans og er svo gott sem orðlaus. Hann verður með aðra tónleika á laugardaginn en þá í kirkju. Ég á ekki von á að hann rokki fjandann út í horn þar og þá. Menn mega mæta hjartveikir.
Berglind Steinsdóttir, 27.9.2011 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.