Sunnudagur, 25. september 2011
Hefur húsnæðismarkaðurinn glæðst?
Fréttaveitum er auðvitað vandi á höndum og þurfa að fara eftir opinberum tölum en sögurnar sem ég heyri eru ýmist að fólk kaupir eignir upp á 30 milljónir eða minna og greiðir út í hönd, fólk sem býr t.d. í útlöndum og gerir þannig hagstæð kaup með gjaldeyrinum sínum eða fólk sem er komið á þann aldur að það átti sparifé þegar hrunið varð, skuldaði ekki í húsnæði og sá þar af leiðandi ekki skuldir rjúka upp, eða að það er átthagabundið í yfirskuldsettum eignum.
Það að 2.800 eignir hafi skipt um hendur á árinu til samanburðar við 1.550 á sama tíma í fyrra gefur mér ekki sama tilefni og greiningardeildunum til að álykta að húsnæðismarkaðurinn hafi glæðst. Og ég er nú farin að halda að við sófahagfræðingarnir séum ekkert vitlausari en ...
Ég vona að hagur fólks sé að vænka en ég þrái ekkert tiltakanlega heitt að allir rjúki í fasteignakaup.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.