Fimmtudagur, 6. október 2011
Flugfreyjur og Airwaves
Mikið svakalega er ég fegin að flugfreyjur og viðsemjendur virðast hafa komið sér saman. Virðast, segi ég því að ég þykist hafa heyrt það í útvarpinu en nú finn ég enga frétt um það. Hins vegar man ég að ég heyrði viðtal við Grím sem skipuleggur Iceland Airwaves og hann var alveg bit á því hvernig verkfallið myndi bitna á tónlistarhátíðinni hans. Já, sammála því, en það er nú eðli margra verkfalla að bitna á þriðja aðila.
En ég vona að ég hafi tekið rétt eftir, að samningar hafi tekist og verkfalli aflýst. Það væri hrikalegt fyrir orðspor okkar allra ef menn kæmust ekki til landsins.
Og best að setja Mugison beint frá býli í geislaspilarann ...
Athugasemdir
Ég þarf að muna að skila þökkunum til Þorbjargar næst þegar ég hitti hana ;o)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 21:47
Já, og til Antons líka því að hann sagðist hafa kolfellt hinn samninginn.
Berglind Steinsdóttir, 6.10.2011 kl. 23:18
Verkföll lenda ALlTAF á þriðja aðila!
Mugison er frábær - fannst gaman að geta keypt diskinn "beint frá býli". Finnst eins og ég hafi séð hann kallaðan tónlistabónda í einhverju blaðinu. Frábært framtak.
Erla (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.