Prentað mál og óprentað

Fyrir sakir einnar tegundar leti er ég áskrifandi að TMM. Í mörg ár hef ég tekið tímaritið úr plastinu og sett lítt lesið í hilluna. Leiðinlegt, en ég hef fáránlega sterka tilhneigingu til að lesa lánsefni en ekki eigið. En nú er ég þó búin að lesa fyrstu greinina, Rányrkjubú, þar sem höfundur gerir tilraun úr fjarlægð til að greina íslenskt samfélag, klíkurnar, almenna græðgi og að refsa fólki fyrir verðleika, og þótt ég sé ugglaust sammála ýmsu er ég eftir mig. Það hljómar fáránlega smásmugulega að segja þetta en greinin er bara ekki nógu vel prófarkalesin. Ef hún hefði fengið almennilegan lokalestur liði mér ekki eins og höfundurinn hefði verið í spreng að reyna að koma frá sér því sem honum lá á hjarta.

Í gær las ég tölvubréf um efni sem kom mér ekkert við. Ég var ekki alveg sammála efni þess en það var sett fram af svo mikilli yfirvegun að ég gat ekki annað en lesið það af íhygli.

Já, og ég er af þeirri kynslóð (og sennilega tegund) að mér finnst að menn eigi að reikna með að prentað efni lifi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband