Laugardagur, 10. febrúar 2007
Stór stafur í línu tvö - hugleiðing
Hvað veldur því að sumir hafa fyrsta stafinn í annarri línu stóran þótt fyrsta lína endi á kommu? Þið skiljið hvað ég meina, maður er ávarpaður í línu eitt með t.d.: Sæll, og svo byrjar bréfið í næstu línu á: Ég hef verið að hugleiða ...
Ég sé þetta í ensku og geri ráð fyrir að menn taki það upp þaðan en jafnvel þótt það væri rökrétt í ensku - sem ég sé svo sem ekki - er alls ekki sjálfgefið að það sé rétt eða eðlilegt í íslensku sem er frekar mikill vinur litla stafsins.
Mér finnst þetta tilgerðarlegt. Ég vil ekki segja að það fari í taugarnar á mér (því að það er svo smáborgaralegt, hmmm). Ég tek fram að ég hef bara séð þetta í íslensku hjá Íslendingum.
Es. Feitletraði það sem málið snýst um, m.a. kommuna (,) fyrir aftan sæll.
Athugasemdir
Ah, en Anna, þú setur kommu á eftir Sæll. Berglindi er ekkert að amast við því (held ég) heldur því þegar fólk segir:
Sæll,
Það er....
Mér finnst nú yfirleitt best að setja bara upphrópunarmerki á eftir svona ávarpsorðum. En Berglind, kannski táknar þetta sem þú ert að tala um hreinlega það að fólk kunni ekki kommusetningareglurnar lengur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:16
Setja einhverjir kommu á eftir Sæl, ég fæ alla vega fáa tölvupósta með slíkri kommusetningu. Ég á hins vegar mjög mjög mjög marga sem setja ekkert á eftir "Sæl" en sé núna að þar vantar punkt. Tek þetta til mín og "lofa" að setja punkt eða upphrópunarmerki á eftir Sæl/Sæll hér eftir, nema þegar ég gleymi því.
Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 10:12
úps, ég meinti að Anna setti punkt á eftir Sæll en ekki kommu. Það var það sem ég ætlaði að benda á.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.2.2007 kl. 17:08
Bingó, Stína! En ... ekkert svar, síminn hringir og hringir ...
Berglind Steinsdóttir, 12.2.2007 kl. 08:35
"Stór stafur í línu tvö-hugleiðing
Hvað veldur því" að það er alltaf stór stafur í línu tvö á eftir fyrirsögn sem þó hefur hvorki punkt, upphrópunarmerki né spurningarmerki?
hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:50
Ert þú ekki að spyrja mig þess sama og ég spurði í upphafi máls?
Berglind Steinsdóttir, 13.2.2007 kl. 09:49
Nei, nú var ég sein að hugsa. Það er vegna þess, Hrafnhildur, að lína eitt útleggst sem fyrirsögn (þótt hún sé þá ávarp) og meginmálið hefst í línu tvö.
Berglind Steinsdóttir, 13.2.2007 kl. 11:47
Allir mínir póstar byrja á fyrirsögn hér eftir. Það er mín pólitíska ákvörðun.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.