Biblíuþýðingar - hvað er sönn og rétt þýðing?

Ég er sjaldséður gestur í kirkjum en átti erindi í dag, kom reyndar svo seint að ég var látin sitja á hanabjálka og dingla í kóngulóarvef. Guði sé lof fyrir að ég hef lést upp á síðkastið. Þrátt fyrir að vera í órafjarlægð heyrði ég samt ágætlega í prestinum. Meðal þess sem hann talaði um var nýja biblíuþýðingin. Ég mundi ekki þá að biblían hefði verið umþýdd en man það núna. Var það ekki í fyrra? Meðal þess sem breyttist var sálmurinn sem er svo fallegur af því að lagið er svo fallegt, 23. Davíðssálmur (Drottinn er minn hirðir). Það sem var þýtt upp á nýtt í þeim sálmi var að tvö smáorð fremst í línu voru tekin út.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal > Þótt ég fari um dimman dal

, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína > Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína

Að óathuguðu máli er ég alveg bit. Er ekki einhvers konar hefðarhelgun á svona sálmum, einkum þegar lagið sem sálmurinn hefur verið klæddur í er svo miklu fallegra en sálmurinn?

Hér er kannski sanngjarnt að láta þess getið að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 2001 og að ég hef ekkert vit á tónlist, bara smekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband