Miðvikudagur, 12. október 2011
Eldsneyti leiðsögumanna
Mér finnst næstum alltaf gaman að vera leiðsögumaður en í kvöld var líka gaman að vera á fundi í Félagi leiðsögumanna. Fundurinn var málefnalegur, upplýsandi, lausnamiðaður - en djöss kaffiglundrið var áreiðanlega jafn ódrekkandi og venjulega. Ég lét bara hvorki á glundrið né súkkulaðikökuómyndina reyna.
Leiðsögumenn eru menntaðir, áhugasamir, vel að sér (já, með undantekningum), vel meinandi (já, með örfáum undantekningum) og kunna að ganga um landið (með hjálp elsku bílstjóra). Nú ræddum við laun og önnur kjör, löggildingu (lausn í sjónmáli), hugsanlegt verkfall, gildi leiðsögumanna, veru í eða úrsögn úr norrænum og evrópskum leiðsögumannasamtökum, starfið á skrifstofunni og heimasíðuna (hahha) - og menn fóru að fundarsköpum.
Margt nýtt fólk var mætt og guð og óðinn, gerið það, látið það góða fólk mæta aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.