Forgangsröðun - fjáröflun

Það er hægara um að tala en í að komast, ég veit, þegar maður hefur ekki allar tölurnar og hefur ekki valdið til að hrinda hlutum í framkvæmd eða láta það ógert. En núna þegar verið er að hrókera í heilbrigðismálum svíður mörgum, líka þeim sem niðurskurðurinn bitnar ekki á. Vinur minn sagði í dag að honum fyndist nær að pönkast á bókasjúklingnum sér en að loka líknardeild, réttargeðdeild og spítalanum í Hafnarfirði (umorðað og hagrætt aðeins). Honum finnst óþarfi að eyða milljónum í að senda kjörna fulltrúa til Frankfurtar (aftur mitt orðalag).

Það þarf ekki að vera annað hvort eða, ég held að við getum lagt út bókmenntanetin og dregið fenginn á land án þess að naga velferðina inn að beini.

-Gætum við ekki veitt meiri fisk?

-Gætum við ekki framleitt meira, t.d. grænmetið, í stað þess að flytja það inn?

-Gætum við ekki búið til meira úr álinu okkar og selt úr landi fullunna vöru frekar en að selja hráefnið?

Ég þykist leggja mitt af mörkum með því að kaupa íslenskt. Við þurfum hvert og eitt að leggja inn í hagkerfið eftir getu.

Ert ÞÚ með hugmynd handa mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband