Að appa

Pabbi sagði við mig í gær: Þú veist að mér hafa löngum leiðst orðin þema og gúgla.

Ég: Ja, ég vissi um þema [og svo lét ég dæluna ganga um að það félli að íslenska málkerfinu og jaríjarí]. En ég var ekki búin að átta mig á að þú vildir ekki að menn gúgluðu [annar fyrirlestur um hljóðlíkindi mála].

Pabbi: Og nú appa menn öll kvöld í sjónvarpinu.

Ég hló í klukkutíma og gat ekki flutt neinn fyrirlestur. Pabbi er 90 ára og þótt hann sé rafvirki er hann ekki með alla símatæknina á hreinu. Og ég veit ekki ... ekki nákvæmlega ... hvað er að appa. Ætlið appið muni festa rætur í íslenskum veruleika?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband