Fimmtudagur, 20. október 2011
Glerbrot og glersalli
Rekstrarkostnaðurinn við hjólið eykst stöðugt. Þetta eru að verða alveg 3.000 krónur á mánuði (stofnkostnaður 60.000) því að slangan springur eða slitnar á að giska svo oft þegar mér tekst ekki að sneiða hjá fíngerðu glerinu á leið minni um hverfi borgarinnar.
Viðgerðamaðurinn góði sem er kominn í þessa áskrift hjá mér sagði í dag að mest væri um glerbrot í miðborginni. Er borgarstjórinn að spara í hreingerningunum eða var ég bara alltaf áður óvart heppnari en ég er núna?
Es. Sama sprangan sprakk eða liðaðist í sundur tveimur sólarhringum síðar.
Athugasemdir
já þú getur líka lært að gera við dekkin sjálf eins og ég. En hins vegar var það ekki gler heldur hefti sem sprengdi dekkið hjá mér f. norðan. Og ég hefði verið fljótari aftur á bak hefði ég haft viðgerðarmann til að leita til.
Auður (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 20:31
Nei, nei. Nei, nei, ég nenni ekki ... Er ekki betra að sópa oftar?
Berglind Steinsdóttir, 20.10.2011 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.