Stuð í búðinni

Ég fór í matvöruverslun í hádeginu. Röðin var stutt en maðurinn fyrir framan mig átti ekki fyrir því sem hann keypti, innan við 2.000 krónur, augljóslega engar nauðþurftir samt. Kassadaman tók súkkulaðið burt en það dugði ekki, þá kleinuhringina og tyggjóið, hamborgarann - og mjólkina en allt kom fyrir ekki, hann átti engan pening á kortinu. Kassadaman var alveg óskaplega þolinmóð og hvatti hann til að athuga innstæðuna á reikningnum áður en hann verslaði.

Svo bað hún mig afsökunar en rósemdin yfir henni hafði smitað mig svo að ég var alveg róleg, sagði svo í spaugi þegar ég rétti henni kortið: Spennan í algleymingi.

Ég átti fyrir því sem ég hafði tínt ofan í körfuna og í kveðjuskyni sagði hún: Fallegur trefill sem þú ert með og mikið ertu fallega klædd.

Það er hægt að senda mig káta út úr Bónus, hehe. Er þetta ekki að aukast, að fólk hrósi fólki sisona? Ég er alltaf að lenda í þessu nú orðið ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband