Ljóðaþýðingar úr dönsku

Ég gæti ekki hugsað mér að þýða ljóð, enda enginn tiltakanlegur ljóðaunnandi og finnst óvinnandi vegur að virða hrynjandi og rím eftir þörfum, en mér finnst samt gaman að skoða og bera saman þýðingar.

Piet Hein orti þetta gruk:

Uselviskhed
er dog det bedste
som man kan ønske
for sin næste.

Magnús Ásgeirsson þýddi smáljóðið svona:

Óeigingirni
er með sanni
yndisleg dyggð
hjá öðrum manni.

Helgi Hálfdanarson svona:

Ósérhlífni
í öllum vanda
er besta óskin
öðrum til handa.

Og Auðunn Bragi Sveinsson svona:

Ósérplægni
vér óska þorum,
einkanlega
af náunga vorum.

Grand hjá þeim merkingarlega - en gaman að bera saman atkvæðafjöldann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband