Kirsuberjagarðurinn - hraðferð

Þegar ég fer á hálfs dags námskeið finnst mér orðið ágætt ef ég læri eitthvað eitt nýtt sem ég get notað. Þegar ég fer í leikhús geri ég mig ánægða með að vera ánægð með eitt til tvennt, einhvern leikara, leikritið sjálft, tónlistina, sviðsmyndina, eitthvað eitt eða tvennt.

Í ljósi þessarar heimspeki get ég verið ánægð með Kirsuberjagarðinn. Ég ætla bara að nefna einn neikvæðan punkt, mér leiðist leikkonan sem allir hinir (snögg könnun í hléi og eftir sýninguna) eru hæstánægðir með, ekki vegna þess að hún leiki ekki bærilega heldur vegna þess að hún er með svo yfirspennta rödd.

Ég þykist hafa farið dálítið í leikhús á langri ævi en ég er ekki sérlega verseruð í Tékkoff og held alltaf að hann sé hægt drama. Þessi sýning var ekki hæg þegar fyrstu 20 mínútunum sleppti og við vorum eitthvað að flissa að því hvort heimilislífið væri víða svona tjúttað og ekki bara einn sem segir við annan: Hvar er fjarstýringin?

Nóg um það, Tékkoff er stofnun sem fólk þekkir. Fyrsta undrunarefni mitt var Guðjón Davíð Karlsson sem mér fannst frábær. Ég þekkti hann ekki strax en þegar hann tók langt eintal kveikti ég. Þetta er varla hægt að rökstyðja, hann var bara svakalega ferskur. Ég var ánægð með fleiri leikara en hinn leikarinn sem ég kýs að stilla upp er Ilmur Kristjánsdóttir. Hún var að vísu sjálfri sér lík en það er ekki gagnrýnisvert.

Leikmyndin var flott hús og flott uppsviðs sem tók grundvallarbreytingum í lokin. Æði sem hékk saman við spilarana þrjá. Lifandi tónlist er bónus og þeir Leifur, Óttar og Sigtryggur slógu hvergi af. Húmorinn spillti ekki.

Líklega er ég bara býsna ánægð með Hilmi Snæ þegar á allt er litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband