Kosningavefur opnaður

Í hádeginu var opnaður gagnagrunnur vegna rannsókna á kosningum á Íslandi 1983-2009. Mér fannst þessi samkoma merkileg af því að ég heyrði eitt sem ég vissi ekki fyrir. Í rannsókninni voru undir flokkarnir fjórir sem lengst af hafa verið í boði, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking/Alþýðuflokkur og Vinstri hreyfingin - grænt framboð/Alþýðubandalag. Það sem ég hafði ekki áttað mig á var að kjósendur á miðjunni litu svo á að flokkarnir sem þeir kusu væru á miðjunni en kjósendur hinna flokkanna, á báðum jöðrunum kannski, héldu að flokkarnir sínir væru fjær miðjunni en þeir sjálfir.

Hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins lítur sem sé svo á að flokkurinn sé hægrisinnaðri, hallari undir einkavæðingu og minni ríkisafskipti en hann er sjálfur. Að sama skapi heldur hinn almenni kjósandi VG að flokkurinn sé meira gegn stóriðju og hlynntari skattahækkunum en hann er sjálfur.

Kjósendur Samfylkingarinnar hafa hallast aðeins meira til hægri með árunum.

Ég saknaði spurninga í lok erindanna. Hefði ekki verið ástæða til að skoða hvað kjósendur minni flokkanna héldu um flokkana og sig sjálfa? Hvar staðsetja sig til dæmis kjósendur Borgarahreyfingarinnar?

Dr. Hulda Þórisdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild

Kjósendur eru miðsæknir þegar þeir eru sjálfir spurðir

Bekkurinn var þétt setnari en ég reiknaði með


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já maður verður að skoða þennan vef betur en það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að "stjórnmálafræði" HÍ hlaupi algerlega yfir Frjálslynda flokkinn og Borgarahreyfinguna. Margir af þessum svokölluðu fræðimönnum eru beinlínis að reka beina flokkspólitík s.s. Baldur Þórhallsson og Ólafur Þ. Harðarson.

Sigurjón Þórðarson, 5.11.2011 kl. 00:02

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Piff, og ég finn ekki einu sinni vefinn.

Berglind Steinsdóttir, 5.11.2011 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband