Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Osom í tilefni dagsins
Djók, ég myndi (næstum) aldrei skrifa svona, hehe. Samt hlýtur mér að verða hugsað til Megasar sem sagði þegar hann var spurður um þýðingu þess að hljóta verðlaun Jónasar Hallgrímssonar um árið: Bönts ovv monníj.
Tungumálið er síkvikt og þrífst á fjölbreytileika þannig að maður verður að þola dálítið af þanþoli þess. Svo líður bullið hjá, þráðbeinn ritháttur framburðar leiðréttist og málkenndin lifir. En ekki hjá öllum. Frekar en áður.
Ég fór á hvínandi góða dagskrá Mímis í tilefni dagsins. Hún var haldin í Árnagarði og fengu ekki allir áhugasamir sæti. Ég held að áhuginn á tungumálinu, ljóðum, ritlist, sögum og öllum texta lifi og lifi.
Jónas lifi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.