Heimur hlýnandi fer

Þar sem ég sveiflast dálítið eftir veðri jaðrar við himnaríkissælu í mínum herbúðum þessa dagana. Margra stiga hiti, logn og gott skyggni dag eftir dag í nóvember styttir veturinn framundan og það hljóp aldeilis á snærið hjá mér um helgina fyrir vikið.

Þetta er myndskreytt hamingjublogg þar sem ég gekk 14 km leið milli Nesjavalla og Hveragerðis á laugardaginn og á slóðum Trölladyngju á Reykjanesinu á sunnudaginn.

Það eina sem skyggir á sæluna er að mér finnst sem ég eigi að vera með samviskubit gagnvart öllum heiminum fyrir að senda þessi hlýindi alla leið hingað norður í rassgatarófu.

En ætli maður fái ekki vetrarhörkur um helgina sem endast fram í júní? Úps, þar fór hamingju-hlutinn af hamingjublogginu fyrir lítið, hehe.

Við óðum sprænu - en það er NÓVEMBERHey, við þurftum að vaða, jíeiOg svona var um að litast á Reykjanesi á sunnudaginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband