N4 - fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Ég er svo mikill áhugamaður um upplýsingastreymi af fundum að það er hætt við því að ég muni hafa kveikt á N4 fram á nótt. Nú er þar bein útsending frá bæjarstjórnarfundi og ekki aðeins getur þar að heyra ýmislegt um fjárhag bæjarins, heldur líka líta. Meðan forseti bæjarstjórnar talaði sáum við glærur með tölum! Hipp hipp.

Ekki kannast ég við að borgarstjórn míns hrepps, Reykjavíkur, bjóði upp á sjónrænar útsendingar og alls ekki tölulegar upplýsingar fyrir augað. Og þótt þingið sé með sérstaka stöð í sjónvarpinu fær maður aðeins að berja ræðumanninn hverju sinni augum (og reyndar málsheiti og mælendaskrá). Indælt væri að fá að sjá gögn meðan maður hlustar - því að maður hlustar gjarnan, ekki satt?

Ég geri ráð fyrir að þetta sé N4 að þakka. En hversu lengi mun fundurinn standa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband