Miðvikudagur, 30. nóvember 2011
Hin danska Tove Ditlevsen
Ansi er magnað að vera í námi, sérstaklega þegar maður tekst á hendur verkefni sem maður velur ekki, heldur sem velur mann.
Ég á að fjalla um danskt höfundarverk og Tove Ditlevsen valdi mig. Ég ætlaði að velja Vitu Andersen en Tove tók fram fyrir hendurnar á mér. Hún er búin að vera dáin í 35 ár en er fólki enn minnisstæð, bæði sem höfundur og manneskja. Ég las Götu bernskunnar fyrir margt löngu, er núna rétt að byrja að skoða og spennt að sjá að hverju ég kemst.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.