hendur.is

Loksins hundskaðist ég til að leggja inn hjá Guðmundi Felix, handlangara, sem fær sáralítinn stuðning frá hinu opinbera, ef nokkurn. Þvílíkur kraftur í manninum, þvílíkt geðslag, þvílíkt sem ég óska honum nýrra handleggja. Hann langar í þá, hann langar í fínhreyfingarnar, hann langar að verða sjálfbjarga. Og það er ekki til of mikils mælst.

Guðmundur Felix er búinn að safna rúmum tuttugu milljónum. En betur má ef duga skal því markmiðið er að safna 40 milljónum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband