Nigella eða Jói Fel?

Mér finnst ótrúlega hávær aðdáun á Nigellu sem eldar upp úr pökkum og dósum og ber svo fram grátt og guggið. Oft. Hins vegar horfði ég áðan á Jóa Fel baka smákökur sem voru svo girnilegar að ég þurfti að hafa mig alla við að rjúka ekki í hverfisbúðina til að kaupa í uppskriftirnar (nema náttúrlega súkkulaðikökuna, þær eru aldrei girnilegar). Tilviljun?

Kókostoppar hafa hingað til alltaf orðið flatir hjá mér en nú er ég komin með ástæðu til að láta enn reyna á.

Já, neinei, finn ekki uppskriftina ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nigella er nú sætari ... (og ég hef aldrei séð hana baka eða elda upp úr pakka)

Ásgerður (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 19:02

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, og upp úr krukkum. Ég hef bara séð þennan eina þátt með Jóa og mér fannst allt sem hann gerði girnilegra en það sem ég hef séð hjá Nigellu. Samt er ég meira gefin fyrir mat en kökur.

Berglind Steinsdóttir, 11.12.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband