Sunnudagur, 1. janúar 2012
Skaupið 2012 - fyrstu áhrif
Dásamlega skemmtilegt. Söguþráður. Geitin blóraböggull (scapegoat á ensku, hef ekki fyrr skilið að þetta væri tilvísun í biblíuna). Sá fjóra vini mína í hlutverkum. Ég hef aldrei séð Tobbu Marinós, Kristrúnu Ösp og Hildi Líf tala og veit ekki hvort Anna Svava og hinar voru þeim líkar en sá sem lék Ásgeir Kolbeins var ekki líkur þeim sem maður hefur séð í kvikmyndaþættinum á laugardögum. Samt skemmtilegt.
Endalaus keyrslan í snjónum höfðaði til mín og bílstjórarnir sem keyrðu niður öll háleitu áformin, hjólreiðamaður tók fram úr, aftursætisbílstjórinn sem tróð sér inn með allar syndirnar - á geitinni - vel gert. Hinir formennirnirnir fengu líka sína útreið sem og biskupinn, stjórnlagaráð, símaskráin (en var það ekki í alvörunni kona sem réð Egil Einarsson til að höfða til unga fólksins og útlitsins?) og Orkuveitan.
Óli spes var góður og síendurtekið stefið frá Mugison smellpassaði alls staðar.
Apa- og kjúklingalæti virtust eiga vel við á fundinum meðan Kínverjinn beið eftir viðtalsbili. Staðgöngufeðrunin var frábært innlegg, bráðandskotifyndið.
Víkingur og Þorsteinn eru ótrúlega fjölbreytilegir leikarar, ég verð að segja það. Aðrir voru líka góðir.
Ég saknaði einskis sérstaklega og fannst fáu ofaukið. Ég skildi reyndar alls ekki norska brandarann.
Kannski er bara svona auðvelt að gera mér til hæfis ...
http://www.ruv.is/sarpurinn/aramotaskaupid/31122011
Snilldarinnkomuna átti barnakórinn í lokin með nafnlausu stelpunni í einsöngnum. Fyrir utan kraftmikinn söng boðaði atriðið bjart árið 2012. Og ég trúi á það.
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér Berglind, eiginlega sammála flestu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 17:28
Takk fyrir það. Ansi margir hafa verið neikvæðir út í það og ég skil það ekki.
Berglind Steinsdóttir, 1.1.2012 kl. 17:52
Var að horfa á það aftur með linknum frá þér og það er jafnvel betra í annað skipti. Og þá rifjaðist upp fyrir mér besta atriðið sem ég sá í gær en það er þegar Steingrímur og Jóhanna standa í stellingunum frá Titanic í blálokin
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.