Allan Karlsson

... er gamlinginn sem var slétt sama hvort hann lifði eða dó, tók hvarvetna áhættu og lét skeika að sköpuðu, var sama hvort hann talaði við hinn æðsta eða hinn óæðsta og skipulagði í mesta lagi einn leik fram í tímann. Hann er maðurinn sem var svo áhugalaus um pólitík og framvindu heimsins að hann gerði öllum greiða sem báðu hann ef hann gat. Sérsvið hans var stórhættulegt þannig að hann skildi eftir sig för, eða öllu heldur göt.

Ég held að ég sé tæpast búin að ljóstra upp of miklu úr Gamlingjanum sem hefur farið um Ísland með blys á lofti og heimtaði athygli.

Hún er rúmar 400 blaðsíður og fyrstu 100 þóttu mér fyndnar. Svo þrjóskaðist ég í gegnum 250 síður sem voru sami brandarinn aftur og aftur með viðkomu hjá Maó Tse Tung, Churchill, Stalín og fleiri frægum en svo varð ég í lokin forvitin um afdrif hins skringilega hóps sem tók þátt í meinleysislegri uppreisn Allans.

Þýðingin hefur verið rómuð. Ég heyrði meðal annars Bryndísi Loftsdóttur prísa hana í útvarpsviðtali. Ég veit að auðvitað var margt vel gert en stundum kenndi mig samt til. Þegar maður er læstur inni lemur hann á dyrnar og hrópar: Sleppið mér út. (bls. 31) - Það heyra allir hvernig þetta hefur verið á sænsku og vita allir hvernig þetta er eðlilegra á íslensku. Svo fara mílurnar ósegjanlega í taugarnar á mér. Ef einhver lesandi veit leið til þess að uppræta þann pirring hjá mér - sem væri bara með því að láta mig vita að ég hefði rangt fyrir mér - væri sú leiðrétting vel þegin. Á milli Genfar og Basel minnir mig að séu 20 mílur í bókinni. Það eru þá 200 kílómetrar því að sænska mílar er rúmir 10 kílómetrar. Í mínum augum er rangt að tala um mílur á íslensku því að kílómetrar eru okkar mælieining.

Ég á bókina þannig að ef einhver vill fá hana lánaða er hún á lausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband