Engiferkökur á álfadegi

Mér gengur svo bölvanlega að baka smákökur að mér finnst það efni í bloggfærslu þegar baksturinn heppnast. Þetta var fyrsta tilraun með þessar kökur sem í er meðal annars púðursykur, engifer (duft) og kanill, allt hreinasta nammi.

Fyrsta plata, kúlurnar verða gjörbreyttar eftir 12 mínútur

Aðeins farið að hitna í kolunum

Myndin farin að skýrast

Vinkonurnar tilbúnar til átu, spillir ekki að vera heitar

Í mínum augum fullkomin í útliti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmmmmm.... Sjúklega er þetta girnilegt. Fæ ég ekki næst þegar ég kem í heimsókn?

Ásgerður (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 19:29

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jhhhhú!

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2012 kl. 19:40

3 identicon

og þú á fullu í smákökubakstri - í janúar. Ertu ekki mánuði of sein ? Treysti því að þú takir sýnishorn með þér á föstudaginn

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 16:49

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nja, ég held að þú ættir að vantreysta því ...

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband