,,Íslenska krónan – bölvun eða blessun?"

Gylfi Arnbjörnsson, Arnór Sighvatsson, Friðrik Már Baldursson og Ragnar Árnason voru ekki á einu máli um hvort krónan væri bölvun eða blessun, byrði eða blóraböggull þegar þeir fluttu erindi um málið á fundi ASÍ. Þó heyrðist mér þeir vera sammála um að fyrir mestu væri að hagstjórnin væri burðug en að hún hefði ekki verið það í háa herrans tíð.

Eins og gefur að skilja hafa konur hvorki vit né áhuga á svona flóknum málum og var því engin fengin til að tjá sig í ræðu.

Síðasti ræðumaður dró fyrir sína parta skýrar línur í lokaglærunni:

Ragnar Árnason kemst að niðurstöðu, Snorri Már myndar á hinum vængnum

Íslensk eða norsk króna, kanadískur eða bandarískur dollar, evra kannski eða svissneskur franki? Eða snýst gjaldmiðillinn bara um hagstjórnina sjálfa? Með samtengdum gjaldmiðli er ekki hægt að fella gengið og lækka laun allra um 30% án blóðsúthellinga.

Að henda krónunni eða ekki, þar er efinn.

Vilja menn kannski ekki bestu lausnina fyrir fjöldann? Vilja menn bara bestu lausnina fyrir sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Fyndið - þessir "sérfræðingar" sögðu meira og minna aðra sögu fyrir hrun.

Sigurjón Þórðarson, 11.1.2012 kl. 01:05

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Satt segirðu. Svo var einn þarna sem sagði tvö sérkennileg orð saman, góð + fiskveiðistjórn. Óvænt.

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2012 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband