Mánudagur, 12. febrúar 2007
Verðlagseftirlit Berglindar í Bónusi
Talsmaður neytenda hvetur neytendur - okkur - til að vera á varðbergi gagnvart verðlagi. Hann leggur til að við tökum vörur í fóstur. Þótt nú sé svolítið seint í rassinn gripið, aðeins þrjár vikur fram að degi hinnar dásamlegu skattalækkunar, ætla ég að taka áskoruninni, a.m.k. að hluta.
Holtakjúklingabringur, kílóverð: 2.565 kr. (að vísu er svo iðulega afsláttur límdur á umbúðirnar, í dag 20%).
Chiquita-bananar, kílóverð: 141 kr.
Gullbitafiskur (ýsa), kílóverð: 5.988 kr.
Pólarbrauð (rågkaka, sænskt, mjúkt hrökkbrauð (hmm), lífrænt), 250 g, 6 sneiðar: 159 kr.
Lúxusíspinnar með karmellubragði, Kjörís, 4 stk.: 337 kr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.