Hvað er málvilla?

Samkvæmt orðabók er málvilla skelfilega óljós: villa í máli.

Verður málvilla að heyrast? Er ekki nóg að hún sjáist í ritmáli? Gerir sá sem segist ætla að reima á sig skónna sig bara sekan um stafsetningarvillu?

Er málvilla að segja:

Þau urðu uppvís að því að draga sér fé? Mér finnst það.

Hann hafði mörg orð um hve honum þætti það ljótt? Mér finnst það.

Hún skuldaði einn fjórða eða 25%? Mér finnst það.

Þar voru hundruðir manna? Mér finnst það.

Menn sem lemja aðra menn er einsleitur hópur. Mér finnst það.

Þau tóku djúpt í árina? Mér finnst það.

Ég hef gaman þessu? Mér finnst það.

Það er gaman af þessu? Mér finnst það.

Hættir málvilla að vera málvilla þegar meira en helmingur er farinn að tala vitlaust?

Hver ákveður hvað er vitlaust og ljótt í máli? Hvar byrjaði málfræðin? Og hvaða gagn höfum við af því að tala rétt mál?

Ég heyrði í gær að það væri fráleitt að einhverjir Danir segðu aðra Dani tala ljótt eða rangt mál. Bretar tala svo margar mállýskur að þar er eðlilegur munur á mæli manna. Hér hefur hins vegar hver maður skotleyfi þegar kemur að tungutaki. Og ég hef ekki hikað við að skjóta.

 

 

villa í máli, rangt atriði í máli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband