Nú er Millennium lokið, nú er fokið í flest skjól

Ég tárast næstum af gleði þegar ég hugsa um sænsku þættina og depurð þegar ég hugsa um að nú sé þeim öllum lokið. Sögurnar voru skotheldar, ádeila á spillingu, fals, undirferli, kerfið og skúrkana. En dásamlegast fannst mér hvernig nostrað var við sum smáatriðin, svipbrigðin sem fengu þá athygli sem þau þurftu og að söguhetjurnar voru ekki alltaf með lausnirnar. Þau voru engar súperhetjur, bara venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum, að vísu vel gefið fólk sem leitaði lausna og vildi fá botn í málið.

En nú er það búið og Stieg Larsson líka öllum lokið. *dæs*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst athyglisvert þetta með  ''DEILDINA,, skyldi vera til svona leyni-Deild í okkar embættismannakerfi.? Það kæmi manni ekki á óvart,ef svo væri.

Númi (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 00:20

2 identicon

Aðalgaurinn að mínu mati í þessum þáttum var sá er kallaður var ''Plágan,,.

Númi (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 00:21

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, uss, örugglega engin leynideild hér ... Plágan var góður, veitir ekki af svona tæknifróðum mönnum.

Berglind Steinsdóttir, 18.1.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband