Drekkum við ótæpilegt salt á jólunum?

Þegar maður fleytir bara ofan af fréttunum, a.m.k. sumum þeirra, fer ýmislegt fyrir ofan garð og neðan. Undanfarin mörgmörgmörgmörg herrans ár hefur verið þrálát umræða um sjávarsalt, Himalajasalt, eðalsalt, msg-lausan mat, hráfæði, hollustu, grænmeti, vínsteinslyftiduft og ég veit ekki hvað og hvað. Ef ég væri í matvælaframleiðslu og pantaði salt frá birgja sem sendi mér gróft salt í sekkjum - þarna vantar til dæmis upplýsingar, lítur venjulegt matarsalt fyrir verksmiðjur út eins og götusalt? - er trúlegt að ég setti upp spurnarsvip og bætti um betur með því að spyrja birgjann út í sendinguna.

Nema ég fengi vöruna á mun betra verði og vildi græða svolítið/dálítið/meira/bönsj.

Og af hverju keyptu kannski 40 fyrirtæki salt af Ölgerðinni - af hverju flytur annars Ölgerðin inn salt til áframsölu? - en 440 ekki? Hvar keypti obbinn af fyrirtækjunum saltið sitt? Sum held ég að séu meira að segja í eigu sömu fyrirtækja og keyptu iðnaðarsaltið. Hmm.

Og þá er spurningin líka hvort það skipti einhverju máli hvernig salt við látum ofan í okkur. Hefur einhverjum orðið meint af? Vitum við það ekki? Er þetta stormur í vatnsglasi? Og að verða léttur andvari sem endar með stafalogni á morgun?

Maldon Sea Salt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband