EM - HM - HUMMHUMM - GRRRRR

Eins og annað gott fólk verð ég voða bólgin (af ættjarðarást) þegar handknattleiksliðið gengur glaðhlakkalega um annarra liða heimavelli og skorar og ver. Þetta er jákvæð athygli (dálítið neikvæð þegar önnur lið gefa okkur tvö mörk til að fá okkur með í milliriðil til að fá með sér stig) og maður heldur að landið rísi aðeins, erlendar fjárfestingar streymi til landsins, Kínverjar bukki sig og gullið sé innan seilingar.

Eða eitthvað.

En ég kunni ekki við það í dag þegar spurningaþætti Villa naglbíts var ýtt út af dagskrá útvarpsins (ég get nefnilega múltítaskað) og ég skil ekki af hverju hefðbundinni sunnudagskvöldsdagskrá sjónvarpsins er snúið á hvolf út af tveimur annarra landa liðum.

Hefur verið gerð könnun á því hversu margir vilja virkilega hafa handkast (eins og mig minnir að Máni í Harmageddon á X-inu kalli handbolta) á besta áhorfstíma? Er þetta ekki bara hávær lítill hópur sem virkilega vill hafa þetta eins og það er núna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfi.

EM stendur nú yfir í takmarkaðan tíma, eftir það þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Oft gerist það nú líka að á sjónvarpsdagskrá eru settir þættir sem að ganga vikum saman sem mér finnst alveg hrútleiðinlegir og horfi aldrei á. Til dæmis þetta kóngadæmi sem hefur verið á sunnudagskvöldum.

Og já, það hafa verið gerðar endalausar kannanir á því hvað margir horfa á þetta handkast, nánari upplýsingar hér:  http://www2.capacent.is/?pageid=2386.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 10:14

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Í praxís hjálpar þessi könnun ekki. Sjónvarpið getur verið í gangi án þess að fólk sé að horfa. Margir horfa í einu líka. Þetta mælir ekki áhugann. Sjálfri er mér virkilega skítsama þótt íþróttir séu í sjónvarpinu, ég er bara ekki viss um að áhuginn á leik Spánverja og Króata eða Frakka og Rússa sé svo mikill að það sé ástæða til að ýta hefðbundinni dagskrá til hliðar.

Berglind Steinsdóttir, 24.1.2012 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband