Þrír og hálfur tími af Eldhafi í Borgarleikhúsinu ...

... og í mesta lagi 10 mínútum of mikið.

Höfundurinn er frá Líbanon og skrifar væntanlega út frá einhverri eigin reynslu, að minnsta kosti hlýtur viðbjóðurinn að standa honum alltof nærri. Ofbeldi, hryggð, heift og hefndarþorsti er það sem aðalsögupersónan vill uppræta og þess vegna teflir hún saman því fólki sem getur byrjað þá vegferð. Sjálf hefur hún upplifað allt tilfinningarófið og viðbrögð hennar eru þögn.

Af sjö leikurum var ég hæstánægð með fimm, segi ekki meir.

Tónlist og hljóð var allt mjög áhrifaríkt, vann fyrir mína parta óvenjuvel með sýningunni. Það var verulega óhugnanlegt þegar maðurinn með riffilinn var með tónlistina í spilaranum á fullu.

Leikmyndin var ólýsanlega flott og myndkastið færði okkur samviskusamlega á nýja og nýja staði.

Ég vona að Eldhaf gangi lengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband