Lipurleiki í Borgarleikhúsinu

Einhvern tímann skildist mér að ef maður fengi vonda þjónustu segði maður 24 frá því en aðeins átta ef þjónustan væri góð. Kannski heldur maður að maður bæti heiminn (og þjónustuna) með því að segja frá.

Um helgina átti ég erindi í Borgarleikhúsið, ætlaði að sækja miða sem annar tók frá á mínu nafni. Þeir fundust ekki í fljótu bragði (sem var skýring á) og meðan ég beið fylgdist ég með (starfsstúlkunum, afgreiðslukonunum, miðaseljunum - starfskröftunum?) að störfum. Og það var bara unun, heilt lítið leikhús að sjá hvað þær tóku fólki vel. Fólk kemur nefnilega ekki í miðasöluna bara til að kaupa miða.

Ég er markvisst að vinna gegn tölfræðinni því að líklega finnst mér almennt að það ætti ekki að vera  frásagnarvert að fólk vinni vinnuna sína af natni og samviskusemi. En það er samt ekki sjálfsagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband