kýr - kú - kú - kýr

VöfflubaksturAllir 101-búar skyldu taka sig upp endrum og eins og bregða sér í sveitasæluna, einkum ef jafn góður kostur og Arnarholt í Stafholtstungum býðst. Þangað brunaði ég í litlum og vel uppfærðum hópi um helgina. Arnarholt er nefnilega ekki bústaður, heldur gamall bóndabær, vantaði bara kýrnar og ærnar.

Ég ætla ekki að tíunda viðburði helgarinnar, segi bara þetta: Við bökuðum ógrynni af speltvöfflum á laugardaginn og vegna þess að við torguðum þeim ekki vildu sumir henda þeim - í ruslið beinustu leið. Gæsahjartað í mér tók kippi og lá við andarslitrum en ég fékk að setja þær í poka og ætlaði að gefa öðrum fuglum en mávinum á mánudag. Hins vegar millilentu þær í vinnunni hjá mér, var stungið í brauðristina og etnar af mikilli lyst - stökkar eins og þær væru nýbakaðar.

Þetta má skilja sem nýja heimilisráðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband