Lífeyrissjóður unga fólksins

Meðan lífeyristaka er langt undan held ég að fæstir leiði hugann að fjárfestingum lífeyrissjóðanna.

.

..

...

Já, ég get ekki hugsað 20 eða 30 ár fram í tímann. Svo fæ ég heldur ekki borgað fyrir það eins og væri ég viðskiptafræðingur og/eða framkvæmdastjóri sjóðs. Ég hef ágætispeningavit en ekki fjárfestingarvit - mér sýnist ég reyndar alls ekki vera ein um það. En úps, ef ég hefði tapað milljarði af annars fólks peningum væri mér órótt, tala ekki um ef ég þyrfti að 470-falda þá upphæð, og það þótt ég hefði áður bara talið fólki trú um að ég væri búin að margfalda innleggið, án innstæðu.

En þetta eru allt bara fræðilegar pælingar og alls engar ávirðingar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífeyrissjóðakerfið byggist upp annarsvegar á samtryggingarsjóðum og hinsvegar á séreignarsjóðum. Þá spyr fávís verkamaður: 1. Samtryggingarsjóður, er það ekki í eðli sínu tryggingastarfsemi og ætti því að vera í tryggingarfélögunum og 2. Séreignarsjóður, er það ekki bara venjulega bankastarfsemi og ætti því að vera í bönkunum? Ekki þar fyrir, hvorttveggja fór til andskotans í hruninu.

Quinteiras (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, er það ekki svona um það bil og á að giska? Og hefði áhættan nokkuð átt að vera svona fyrirferðarmikil þegar andskotinn er alltaf innan seilingar?

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband