Mánudagur, 13. febrúar 2012
Miskunn smiskunn
Ó, Hugleikur hefur löngum teygt sig í hefðina og híað pínulítið á hana eða kannski frekar viðteknar hefðir eða viðtekinn skilning á hefðum. Við erum sneisafull af klisjum. Vorum kannski, kannski erum við núna öll ósköp meðvituð og ómeðvirk.
Í Þeim glataða tekur Sigga Lára sér það fyrir hendur að biblíast með feður og syni og Babýlon og tapað og fundið og ég hló og hló, ekki sérlega upphátt nema stundum en ofan í mig oft. Þó er nú svo komið að það er fljótlegra fyrir mig að telja þá sem ég þekki á leiksviðinu en hina sem ég þekki ekki, og þekkja mig alls ekki. Bónusinn við að þekkja leikarana er að maður þekkir einstaka takta, en ég verð bara að segja að þetta var mjög harðsnúið lið sem - auðvitað - geislaði af leikgleði í kvöld. Leikmyndin var líka íðilfögur og búningarnir mjög 10.000 ára gamlir - nema ég viti ekkert hvernig Jesús dressaði sig og faðir Abraham og hans synir, hoho, já, og ærnar. Söngurinn var kitlandi skemmtilegur en vá, hvað Rúnar Kristinn Rúnarsson hefur óskaplega fallega rödd. Enda heyri ég fleygt að hann sé á leið í nám í þeim fræðum.
Sá glataði stendur til boða fram í miðjan næsta mánuð. Komaso!
Svo mælti Berglind á sunnudagskvöldi - fórnaði Höllinni fyrir Þann glataða.
Athugasemdir
Mikid gott thegar dagurinn endar vel og endapunkturinn er hlatur og gaman. Takk fyrir dasamlegar veitingar i godu umhverfi sem er 'a leidinni'. Felagskapurinn var tho bestur en Laugardalslaugin var leidinleg og yfirfull, thar bjargadi felagsskapurinn miklu og hefdi verid betra ad hafa thig med a leifunum af græna dreglinum, sem let enn a ser kræla.
Unnur Mjoll (IP-tala skráð) 13.2.2012 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.