Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Að tunna + þf./þgf.?
Í tíma í morgun prófuðum við málkennd okkar á nýja sagnorðinu að tunna. Ég veit hvort ég léti þolfall eða þágufall fylgja. En þú? Að tunna Austurvöll eða að tunna Austurvelli?
Svo ræddum við sögnina að rústa og eftir því sem mér skildist á kennaranum er orðið aldurstengt hvort því sagnorði fylgir nafnorð í þolfalli eða þágufalli.
Hann rústaði íbúðina?
eða:
Hann rústaði íbúðinni?
Ertu unglingur, miðaldra eða yfir sextugt? Ég gæti séð það á svarinu ...
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort það gerir mig að unglingi, miðaldra eða sextugri en ég hef alltaf hallast að þgf í þessu dæmi en fæstir eru sammála mér.
Ásgerður (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 22:06
Þú ert jafnaldra mín í þessu! Hins vegar erum við of gamlar til að segja: Ég er að vera sammála þér í þessu.
Berglind Steinsdóttir, 16.2.2012 kl. 22:26
Hann rústaði íbúðinni og tunnaði Austurvöll.
Þekkti reyndar ekki þessa sögn, að tunna en það er önnur saga sjá http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&task=view&id=762&Itemid=47 þann 13.2.2012 frá mínútu 21:30.
Jors for ever.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 14:12
Við erum augljóslega á sama málfræðialdri. Ég vona að þú fyrirgefir þótt ég forsmái tengilinn ... Trúi bara að allt hafi verið í havaríi.
Berglind Steinsdóttir, 17.2.2012 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.